Valkyrjur - SR: 4 - 1

Rétt í þessu var að ljúka annarri viðureign SA-Valkyrja og SR fyrir norðan.  Valkyrjur báru sigur úr býtum líkt og í gær en í kvöld voru leikar mun jafnari.  Loturnar fóru 0 - 0, 2 - 1 og 2 - 0.  Leikurinn var hraður og spennandi og skemmtilegur á að horfa.
 
Mörk og stoðsendingar
 
Valkyrjur:  Guðrún Blöndal 1/1, Hrund Thorlacius 0/2, Díana Björgvinsdóttir 1/0. Arndís Sigurðardóttir 1/0, Guðrún Arngrímsdóttir 1/0.
SR: Silvía Björgvinsdóttir 1/0
 
Brottvísanir: 
Valkyrjur: 4 mín. 
SR: 4 mín.

Aðaldómari leiksins var Orri Sigmarsson
 
Á meðfylgjandi mynd má sjá Silvíu Björgvinsdóttur skora framhjá Írisi Hafberg í marki Valkyrja.  Myndina tók Sigurgeir Haraldsson.