Útvaldir '96

Nú fer að styttast í að Selectshockey drengir komi í heimsókn til Íslands. Eins og menn muna kom hópur á vegum þess hingað til lands í fyrra og var þá um að ræða drengi fædda árið 1995 en við kusum að kalla það Útvaldir '95. Að þessu sinni eru það drengir fæddir 1996 sem koma og þeirra bíður glæsileg dagskrá bæði á svellinu sem og annarsstaðar. Í fyrra telfdum við íslendingar fram liði sem atti kappi við þá og svo verður aftur nú. Heimsókn þessi er góð búbót fyrir íshokkí í yngri flokkum en það er Sergei Zak sem hefur veg og vanda að komu hópsins.

Myndin er af liðinu sem lék fyrir Íslands hönd á síðasta ári.

HH