Útvaldir ´95

Nú fer að styttast í að Útvaldir ´95 hefjist í Egilshöllinni. Eins og kom fram hér í frétt áður á síðunni er hér um að ræða hópa fædda 1995 sem koma til Íslands bæði frá Bandaríkjunm og Kanada en einnig koma leikmenn frá Finnlandi og Svíþjóð. Sem dæmi má nefna að strákar frá Ontario og Quebec mæta og í sænska og finnska hópnum má sjá leikmenn frá Jokerit og Vaxjö Lakers en þau lið eru stórlið í sinu heimalandi. Byrjað verður á morgun laugardag og haldið áfram til mánudags en á þessum þremur dögum munu liðin æfa á morgnana og leika á kvöldin. Á þriðjudaginn mun úrval íslenskra leikmanna bætast í hópinn og þá verður haldið mót með þáttöku allra liðanna. Heimsókn þessi er hvalreki fyrir unga íshokkíleikmenn á Íslandi sem gefst þarna kjörið tækifæri á að fylgjast með æfingum jafnaldra sinna frá löndum þar sem íshokkí er í hávegum haft og ekki síður að fá að etja kappi við þá.

Þegar keppni hér á landi er lokið munu gestirnir halda til Stokkhólms þar sem áfram verður haldið við æfingar og keppni. Veg og vanda af þessu mótahaldi hér á landi hefur haft Sergei Zak sem lengi hefur leikið og þjálfað hjá Birninum. Vonandi er þetta aðens byrjunin að því sem koma skal því heimsókn einsog þessi vekur áhuga á sportinu okkar og er það vel.

Dagskrá mótsins má sjá hér.