Útsendingar á vefnum

Írska liðið á HM-2006 hefur í samvinnu við ÍHÍ verið með útsendingar á vefnum frá leikjum mótsins. Til að ná útsendingum þarf að hafa hugbúnað frá octoshape og beina síðan vafranum að heimasiðu írska íshokkísambandsins. Þar er hlekkur á útsendinguna. Kynnir í þessum útsendingum er gamli refurinn Wayne Hardmann sem hefur komið hingað margsinnis áður og var m.a. fréttaritari á síðasta heimsmeistaramóti hjá okkur 2004.