Úti er ævintýri......

........en það er svosem hið besta mál því ævintýrinu lauk eins og til var ætlast. Eins og flestir vita unnu drengirnir góðan sigur með 8 mörkum gegn 2 í úrslitum HM og því sæti í 2. deildinni tryggt á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá hverjir áttu mörk og stoðsendingar í úrslitaleiknum. Ingólfur Elíasson var valinn maður leiksins úr íslenska liðinu. Egill Þormóðsson var valinn sóknarmaður mótsins af þjálfurum og Snorri Sigurbergsson var valinn markmaður mótsins af yfirstjórn mótsins. Vel að verki verið hjá þeim báðum. Eitthvað var tæknin að stríða dagbókarmanninum Birni en þeir komust til skila í nótt og á U18 síðunni má sjá síðustu pistlana frá honum.

Mörk/stoðsendingar Íslands:

Ólafur Hrafn Björnsson 3/0
Egill Þormóðsson 2/0
Björn R. Sigurðarson 1/0
Jóhann Leifsson 1/0
Kristján Gunnlaugsson 1/0
Gunnar D. Sigurðsson 0/2
Róbert F. Pálsson 0/2
Hilmar Leifsson 0/1
Snorri Sigurbjörnsson 0/1
Tómas T. Ómarsson 0/1

Drengirnir ættu nú að vera á leiðinni frá Istanbul til Kaupmannahafnar en koma svo heim með FI213 í kvöld. Fylgjast má með komutíma vélarinnar hér. Við óskum drengjunum að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn og vonum að heimferðin verði ánægjuleg.

Myndina tók Björn Geir Leifsson

HH