Útbúnaður markmanna.

Alþjóða Íshokkísambandið IIHF samþykkti nýjar reglur varðandi stærðir á hlífum markanna á síðasta ári. Reglurnar hafa þegar tekið gildi en á síðasta ári frestaði stjórn ÍHÍ að reglurnar tækju gildi hér á landi um eitt ár. Stjórn ÍHÍ baðst aftur beiðni um frestun og samþykkti eftirfarandi: Stjórn ÍHÍ samþykkir að framlengja þann aðlögunartíma, sem gefin var um útbúnað markmanna á síðasta keppnistímabili, til 1. janúar 2008. Stjórnin beinir því til þeirra markmanna sem taka þátt í landsliðsstarfi ÍHÍ að þeir geri sitt ítrasta til að útvega sér hinn nýja útbúnað sem fyrst.

Myndina tók Margeir Örn Óskarsson

HH