Útbreiðsla.

Eitt af þeim markmiðum sem stjórn ÍHÍ setti sér var að auka útbreiðslu íshokkís. Verið er að reyna eitt og annað m.a. að koma íþróttinni í sjónvarp og að fjallað sé um hana á jákvæðan hátt. Aðildarfélögin er að sjálfsögðu líka stór þáttur í að útbreiðslan aukist, þ.e. að vel sé tekið á móti þeim börnum sem koma inn í starfið þannig að þau einfaldlega láti sjá sig aftur og aftur. Það gladdi mig því mjög þegar ég sá þessa frétt á vef Skautafélags Reykjavíkur í morgun og ég held að hún sýni að við erum öll á réttri leið.

Myndina tók Kristján Maack

HH