Útbreiðsla.

Fátt er íshokkí á Íslandi jafn nauðsynlegt og að reyna að breiða íþróttina meira út. ÍHÍ er nú í samstarf við www.sport.is sem hefur verið að segja frá íþróttinni okkar. Í morgun birtist þar grein frá einum af aðstandendum síðunnar um hvernig það horfir við manni sem er ókunnugur íþróttinni að fara á leik. Þeir sem hafa gaman að setja eitthvað niður á blað um íshokkí er velkomið að senda það á mig og ég kem því áfram til þeirra. Póstfangið er það sama og vanalega ihi@ihi.is. Eins og sjálfsag margir vita er orðið hægt að horfa nokkuð marga leiki úr NHL á lokaðri sjónvarpsrás sem Skjárinn er með. Rásin hjá þeim heitir NASN og er hluti af sportpakka sem þeir bjóða uppá. Fleiri hugmyndir til að vekja áhuga á íshokkí eru í gangi en ekki er tímabært að segja frá þeim að svo stöddu.