Útbreiðsla

Eins og áður hefur komið fram hérna á heimasíðunni okkar munum við einbeita okkur sérstaklega að útbreiðslu þetta keppnistímabilið. Í fyrsta skipti í sögu ÍHÍ hefur verið stofnuð sérstök útbreiðslunefnd sem eins og nafnið gefur til kynna hefur þann eina starfa að auka útbreiðslu íshokkís. Sem dæmi um áhersluatriði nefndarinnar má nefna byggingu fleiri skautasvella á landinu, aukningu á barnastarfi og að íþróttin fái meiri athygli i fjölmiðlum. Við höfum síðastliðið ár verið að tala við stjórnmálamenn og þrýsta á byggingu skautasvella en einnig hefur heyrst af einkaaðilum sem hafa hugsað sér til hreyfings í þeim málum. Öll félögin vinna nú einnig að því að auka hjá sér barnastarf til muna, bæði með skautastundum og skautaskólum.

Í dag hefjum við, ásamt Remax á Íslandi sem styrkti okkur til verksins, vekja athygli á ishokki með auglýsingu á íþróttasíðu mbl.is .

Næsta ár á svo íshokkí 100 ára afmæli og því tilvalið fyrir okkur að fara inní afmælisárið með þetta útbreiðsluátak okkar. Því má segja að bjart sé framundan, enda engin ástæða til annars en að halda að íshokkí geti náð svipuðum vinsældum hér á landi einsog í löndunum bæði austan og vestan við okkur.

Myndina tók Kristján Maack

HH