Úrslitaleikurinn í beinni

Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast í hreinum úrslitaleik um íslandsmeistaratitil karla í íshokkíi á morgun miðvikudag kl:19:00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og hefst hún kl:18:30. N4 næst á rás 15 eða 29 á Digital Ísland. Þá verður leikurinn einnig sýndur beint á Netinu á www.n4.is og á heimasíðu íshokkísambands Íslands www.ihi.is.

Útsendingin er í boði Thule, Goða, Íslenskra Verðbréfa og Bílaleigu Akureyrar.

HH