Úrslitaleikurinn

Rétt eins og undanfarin kvöld ætla einhverjir hokkí-áhugamenn að hittast til að horfa á íshokkí frá Ólympíuleikunum í Vancouver. Einn þessara hópa hefur hist á Kónginum sem er sportbar að Kirkjustétt í Grafarholti. Eins og allir vita eru það Barndaríkjamenn og Kanada sem leika til úrslita. Leikurinn ætti að verða stórskemmtilegur en liðin léku skemmtilegan leik í undanriðlum þar sem Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi með 5 mörkum gegn 3.

HH