Úrslitakeppni - næsti leikur.

Á morgun fimmtudag, sumardaginn fyrsta, fer fram annar leikur í úrslitakeppni íslandsmótsins í íshokkí. Leikur fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 18.00. Einsog flestir vita komu norðanmenn mörgum á óvart með því að vinna SR-inga með fimm mörkum gegn tveimur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í gærkvöld. Ekki er annað vitað en að allir leikmenn beggja liða séu heilir heilsu og því hægt að lofa spennandi leik.

Mynd: Margeir Örn Óskarsson

HH