Úrslitakeppni kvenna heldur áfram í kvöld

Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson

Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast öðru sinni í kvöld og að þessu sinni fer leikurinn fram í Egilshöllinni og hefst kl. 19:45.  SA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri eftir að hafa unnið fyrsta leikinn á Akureyri á mánudaginn með 10 mörkum gegn 2.   Reikna má með skemmtilegri viðureign og nú skulu allir skella sér í Egilshöllina og hvetja sín lið.