Úrslitakeppni karla hefst í dag!!

Í dag þriðjudaginn 19. mars 2024 hefst úrslitakeppni í meistaraflokk karla. Eins og oft áður eru það Skautafélag Akureyrar SA og Skautafélag Reykjavíkur SR sem eigast við í úrslitum. SR eru ríkjandi íslandsmeistarar en þeir lögðu SA í úrslitarimmu síðasta árs þrátt fyrir að SA væri þá líkt og nú deildarmeistarar eftir hefðbundið tímabil. 

Bæði lið mæta nú með nýja þjálfara inn í úrslitakeppni og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig spennustigið verður þegar baráttan hefst í kvöld. Annars er dagskrá úrslitaleikjanna sem hér segir. 

Leikur 1 - Skautahöllin á Akureyri, þriðjudagurinn 19. mars, klukkan 19:30

Leikur 2 - Skautahöllin í Laugardal, fimmtudagurinn 21. mars, klukkan 19:45

Leikur 3 - Skautahöllin á Akureyri, laugardagurinn 23. mars, klukkan 16:45

Leikur 4 - (ef þörf er á) Skautahöllin í Laugardal,  þriðjudagurinn 26. mars, klukkan 19:45

Leikur 5 - (ef þörf er á) Skautahöllin á Akureyri, fimmtudagurinn 28. mars (skírdagur) klukkan 16:45

Mynd: frá úrslitakeppni 2023, Hafsteinn Snær Þorsteinsson