Úrslitakeppni karla - 3. leikur

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Þriðji leikur í úrslitakeppni karla fer fram í kvöld þegar Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur mætast á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 19.30.

Þeir sem láta sjá sig í höllinni geta átt von á hörkuleik en staðan í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina sem fóru fram í Laugardalnum er jöfn, 1 - 1. Heimamenn í SA mæta með svipaða uppstillt lið og þeir gerðu í fyrstu tveimur leikjunum. Undantekningin er þó sú að Ingólfur T. Elíasson er kominn úr leikbanni sem hann sætti í seinni leiknum og Matthías Már Stefánsson  er upptekinn með U18 liði Íslands sem heldur til Taívan í fyrramálið. Svipað er upp á teningnum hjá SR frá fyrri leikjunum tveimur. Markús Darri Maack og Gabríel C. Gunnlaugsson eru fjarverandi vegna U18 ferðar en aðrir leikmenn eru heilir. 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður leikurinn á ÍHÍTV en tengil á hann má finna á forsíðu ÍHÍ   

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH