Úrslitakeppni karla - 1. leikur

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Úrslitakeppnin um hvaða lið hampar íslandsmeistaratitlinum í íshokkí karla 2015 hefst á sunnudaginn þegar Skautafélag Reykjavíkur og SA Víkingar leika fyrsta leikinn. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.00. Það lið sem verður fyrr til að vinna fjóra leiki hampar titlinum.

Heimamenn í SR tryggðu sér í síðustu viku deildarmeistaratitilinn með sigri á norðanmönnum í háspennuleik og ekki er ólíklegt að leikirnir sem framundan eru eigi eftir að verða af svipuðum toga. SR-ingar hafa endurheimt Tómas Tjörva Ómarsson úr meiðslum en aðrir leikmenn liðsins eru heilir. SA Víkingar eru ríkjandi íslandsmeistarar en þeir rétt einsog SR-ingar stilla upp sínu sterkasta liði í komandi keppni. Jay LeBlanc er kominn til baka eftir smávægileg meiðsli en einnig eru komnir á liðslistann þeir Stefán Hrafnsson og Sigurður Reynisson.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH