Úrslitakeppni karla

Ljósmyndari: Elvar Freyr Pálsson
Ljósmyndari: Elvar Freyr Pálsson

Úrslitakeppni meistaraflokk karla hefst í kvöld, þriðjudaginn 21. mars í Skautahöllinni í Laugardal og byrjar leikur klukkan 19:30. Spilaðir verða 5 leikir á níu dögum ef til þess þarf og það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.

Til úrslita leika UMFK Esja og SA Víkingar.

 

 

Leikjaröðun:

  • Þriðjudagurinn 21.mars í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:30         UMFK Esja – SA
  • Fimmtudagurinn 23.mars í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 19:30        SA – UMFK Esja
  • Laugardagurinn 25.mars í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 17:00        UMFK Esja – SA
  • Þriðjudagurinn 28.mars í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 19:30           SA – UMFK Esja (ef til þarf)
  • Fimmtudagurinn 30.mars í Skautahöllinni í Laugardal klukkan 19:45       UMFK Esja – SA (ef til þarf)

Esja og SA mættust einnig í úrslitakeppninni á síðasta tímabili en þá hafði SA heimaleikjaréttinn og unnu seríuna í þremur leikjum sem allir voru mjög jafnir og spennandi. Esja er á sínu þriðja tímabili, enduðu fyrsta tímabilið í síðasta sæti, næsta á eftir í öðru sæti og unnu svo deildina á þessu tímabili. SA Víkingar hafa hins vegar unnið íslandsmeistaratitilinn ótal sinnum og eru því til alls líklegir.

Eigum við von á hörkuspennandi leikjum, jafnri baráttu og frábærri skemmtun.  Sjáumst á ísnum.