Úrslitakeppni í meistaraflokki karla Hertz deildinni hefst í kvöld kl. 19:45 á Akureyri

Ljósmynd Elvar Pálsson
Ljósmynd Elvar Pálsson

Skautafélag Akureyrar og Esja munu mætast í úrslitum Íslandsmótsins og mun fyrsti leikurinn í fara fram á Akureyri í kvöld.  Viðureignir liðanna hafa verið jafnar í vetur og því má reikna með skemmtilegri keppni.  Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki hampar titlinum og leikið verður annan hvern dag þar til yfir líkur.


Einvígið hefst á Akureyri þar sem SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn á dögunum og þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.  Næsti leikur fer svo fram í Laugardalnum á sunnudaginn.

Vekjum sérstaklega athygli á beinni útsendingu í streymi frá leiknum sem er hér til hliðar.  (Guli Hertz takkinn)