Úrslitakeppni

Úr leik SR og Bjarnarins                                                                                           Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Í næstu viku hefst úrslitakeppnin í meistaraflokki karla en eins og komið hefur fram áður eru það Skautafélag Reykjavíkur og Björninn sem eigast við að þessu sinni. Það lið sem á undan verður að vinna þrjá leiki hampar íslandsmeistaratitlinum.

Dagskrá keppninnar er eftirfarandi:

1. leikur þriðjudagur 6. mars í Laugardal

2. leikur fimmtudagur 8. mars í Egilshöll

3. leikur laugardagur/sunnudagur 10/11. mars í Laugardal

4. leikur þriðjudagur 13. mars í Egilshöll (ef með þarf).

5. leikur föstudagur/laugardagur 16/17 mars í Laugardal (ef með þarf).

Ekki er hægt að fastsetja dagsetningar á leik 3 og 5 fyrr en liggur fyrir hvort leikirnir verði sýndir beint í sjónvarvarpi allra landsmanna, RÚV. Gert er ráð fyrir að nákvæmar tímasetningar liggi fyrir fljótlega, þ.e klukkan hvað leikirnir hefjast. 

HH