Úrslit kvöldsins í úrslitakeppni kvenna

Ljósmynd Elvar Pálsson
Ljósmynd Elvar Pálsson

Skautafélag Akureyrar bar sigurorð af Birninum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna.  SA hafði nokkra yfirburði í leiknum og sigraði með 10 mörkum gegn 2.  Loturnar fóru 4 – 0, 3 – 0 og 3 – 2.  SA átti 62 skot á mark á móti 16 frá Birninum.

Næsti leikur fer fram á miðvikudaginn í Skautahöllinni í Laugadalnum.

Mörk/​stoðsend­ing­ar:

SA: Sil­vía Rán Björg­vins­dótt­ir 3/​1, Kol­brún María Garðars­dótt­ir 2/​2, Sarah Smiley 2/​1, Linda Brá Sveins­dótt­ir 1/​1, Sunna Björg­vins­dótt­ir 1/​1, Birna Bald­urs­dótt­ir 1/​1, Thelma Guðmunds­dótt­ir 0/​2, Arn­dís Sig­urðardótt­ir 0/​1, Eva María Karvels­dótt­ir 0/​1.

Björn­inn: Elva Hjálm­ars­dótt­ir 1/​0, Al­ex­andra Haf­steins­dótt­ir 1/​0, Lilja Sig­fús­dótt­ir 0/​1, Kar­en Þóris­dótt­ir 0/​1, Sig­ríður Finn­boga­dótt­ir 0/​1

Refsingar

SA: 6 mínútur

Björninn: 4 mínútur

Á meðfylgjandi mynd má sjá Kolbrúnu Garðarsdóttur sem skoraði tvö mörk í kvöld og lagði upp önnur tvö.