Úrslit helgarinnar

Á föstudagskvöldið mættust SR og Narfi í Laugadalnum í meistaraflokki karla.  SR vann með 6 mörkum gegn engu og fóru loturnar 3-0, 2-0 og 1-0.  Í gærkvöldi mættust liðin svo aftur og þá lauk leiknum með 9 - mörkum gegn engu og fóru allar loturnar 3-0.  
Í Egilshöll í gærkvöldi mættust Björninn og SA í kvennaflokki í heldur meira spennandi leik.  Björninn vann með 4 mörkum gegn 3 og því er enn allt opið í Íslandsmóti kvenna.  SA er með 9 stig og Björninn með 8 eftir 6 leiki.  Liðin eiga eftir að mætast í tvígang í vetur og ljóst að hart verður barist um titilinn í ár.