Úrslit helgarinnar

Um helgina fóru fram fjórir leikir á Akureyri.  Skautafélag Reykjavíkur hélt norður yfir heiðar með 2. og 3. flokk hvort lið spilaði í tvígang við Skautafélag Akureyrar.  Gestgjafarnir reyndust sterkari í 2. flokki og unnu báða leikina nokkuð örugglega, þann fyrri 9 - 2 og þann þann seinni 6 - 3.  Í 3. flokki reyndust gestirnir heldur sterkari en SR vann fyrri leikinn með 7 mörkum gegn 3 en seinni leikurinn var mjög jafn og lauk með 3 - 3 jafntefli.
 
Senn líður að lokum íslandsmóta í þessum tveimur flokkum.  Skautafélag Reykjavíkur hefur haft nokkra yfirburði í 3. flokki sem af er vetri og tryggðu sér um helgina íslandsmeistaratitilinn í flokknum.  Skautafélag Akureyrar og Björninn hafa barist um toppsætið í 2. flokki en með þessum tveimur sigrum SA um helgina er liðið komið í vænlega stöðu á toppi deildarinnar, en öll nótt er þó ekki úti enn fyrir Björninn þó vissulega sé á brattann að sækja.  Björninn á tvö leiki eftir og með sigri í þeim báðum geta þeir jafnað SA að stigum.  SA hefur þó hagstæðari markahlutfall sem nemur 25 mörkum og ef tekið er mið af því hve jöfn deildin hefur verið í vetur þá má segja sigur Bjarnarmanna verði langsóttur.