Úrslit gærkvöldsins ásamt tölulegum upplýsingum úr leikjunum

Narfi - Björninn 2 - 6 (1-1)(1-0)(0-5)

Í gærkvöldi voru spilaðir tveir leikir í meistaraflokki í Íslandsmótinu í íshokkí.  Báðir leikirnir fóru fram á Akureyri og mun þetta vera í fyrsta skiptið sem slíkt hefur verið  gert í Skautahöllinni á Akureyri.  Fyrri leikurinn hófst kl. 17:00 og þar var það Narfi sem tók á móti Birninum.  Jafnt var á með liðunum fram í 3. lotu þegar Björninn tók að síga framúr.  Loturnar fóru 1-1, 1-0 og 0-5.  Úrslitin 2 - 6 Birninum í vil.

Leikurinn í tölum:

Mörk / stoðsendingar Narfa: #15 Hallur Árnason 1/0, #13 Sigurður Sveinn Sigurðsson 1/0, #3 Ágúst Ásgrímsson 0/1, #20 Helgi Gunnlaugsson 0/1, #9 Haraldur Vilhjálmsson 0/1

Mörk / stoðsendingar Bjarnarins: #29 Kolbeinn Sveinbjarnarsson 3/2, #68 Brynjar Freyr Þórðarsson 2/1, #24 Sergei Zak 1/2, #77 Mathias Nordin 0/1, #5 Guðmundur Borgar Ingólfsson 0/1, #21 Sigþór Þórisson 0/1.

Refsingar Narfa: 5 x 2 mínútur eða 14 mínútur samtals.

Refsingar Bjarnarins: 5 x 2 mínútur auk 1 x 25 mínútur leikdómur (MP) fyrir Gunnar Guðmundsson, samtals 37 mínútur.

Narfi: 22 skot sem gáfu / 2 mörk, skotnýting 9,09%

Björninn: 44 skot sem gáfu / 6 mörk, skotnýting 13,63%

Dómari leiksins var Michael Kobezda.


SA - SR 0 - 10 (0-3)(0-0)(0-7)

Kl. 20:00 var komið að heimamönnum í Skautafélagi Akureyrar að taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur.  Þar var líkt og í fyrri leiknum ágætis jafnræði fyrstu tvær loturnar en í þriðju lotunni yfirspiluðu SRingar lið SA sem virtist vera sprungið á limminu og skoruðu gestirnir sjö mörk í þriðja leikhluta.  Úrslit leiksins urðu 0 - 10 SR í vil. 

Leikurinn í tölum:

Mörk / stoðsendingar SA:
 0/0

Mörk / stoðsendingar SR: #14 Stefán Hrafnsson 3/0, #15 Mirek Krivanek 2/2, #10 Gauti Þormóðsson 2/1, #20 Úlfar Andrésson 1/1, #5 Steinar Páll Veigarsson 1/1, #17 Guðmundur Ragnar Björgvinsson 1/0, #25 Zednik Prohazka 0/4, #19 Þórhallur Viðarsson 0/2, #21 Þorsteinn Björnsson 0/1  

Refsingar SA: 4 x 2 mínútur eða 8 mínútur samtals.

Refsingar SR: 6 x 2 mínútur eða samtals í 12 mínútur.

SA: 17 skot sem gáfu / 0 mörk, skotnýting 0,00%

SR: 57 skot sem gáfu / 10 mörk, skotnýting 17,54%

Dómari leiksins var Snorri Gunnar Sigurðarson