Úrslit dagsins og kvöldsins

Björninn sigraði SA í fyrri leik dagsins 8 - 5 (2-1)(3-3)(3-1) og síðan í kvöld vann SR -Narfa 15 - 4 (9-1)(5-1)(1-2) 

Björninn - SA  8 - 5 (2-1)(3-3)(3-1)

Klukkan 16:00 í dag léku Björninn og SA í Egilshöll. Fyrirfram var búist við hörku leik þar sem að þessi lið eru í harðri baráttu um 2. sætið í deildinni. Í fyrsta leikhluta var nokkuð jafnvægi með liðunum, leikurinn var hraður og vel leikinn af báðum liðum. Björninn komst yfir með marki Traust Bergmann á 2. mínútu eftir stoðsendigu frá Matthias Nordin, það var síðan Guðmundur Guðmundsson sem jafnaði fyrir SA á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Clark McCormick. Á 11. mínútu átt síðan þjálfari Bjarnarins Sergei Zak stórskemmtilegan einleik þegar hann gerði sér lítið fyrir og stakk sér í gegnum vörn SA og hammraði pökkinn í netið. Staðan eftir fyrsta leikhluta 2-1.

Í öðrum leikhluta virtist sem Bjarnarliðið væri að taka leikinn alveg í sínar hendur, fyrst skoraði Trausti Bergmann eftir stoðsendingu frá Matthias Nordin á 22. mínútu, síðan bætti Sergei Zak við marki eftir stoðsendingu frá Guðmundi Borgari Ingólfssyni á 24. mínútu, og síðan skoraði Brynjar Freyr Þórðarson mark eftir stoðsendingu frá Sergei Zak á 28 mínútu og staðan var allt í einu orðin 5-1 Bjarnarmönnum í vil. En norðanmenn neituðu að gefast upp og á 36. mínútu skoraði Lubomir Bobik glæsilegt mark eftir stoðsendingu frá Clark McCormick. á þeirri 38. skoraði síðan Einar Guðni Valeintine mark fyrir SA eftir stoðsendingu frá Jóni Inga Hallgrímssyni og aðeins 46 sekúndum síðar bætti Marian Melus við 4 marki SA eftir stoðsendingu frá Clark McCormick. Leikurin í járnum og staðan 5-4 fyrir Björninn eftir 2 leikhluta.

Nokkuð mikil harka færðist í leikinn í 3 leikhluta. á 12 sekúndu komst Brynjar Freyr Þórðarson inn í sendingu SA þegar þeir voru að leika 5 á móti 4 Bjarnarmönnum og þakkaði fyrir sig með því að skora fallegt mark framhjá Mike Kobezda markmanni SA. Á 46. mínútu skoraði síðan Hjörtur Geir Björnsson Mark fyrir Björninn eftir stoðsendingu frá Sergei Zak og staðan var orðin 7-4 fyrir Björninn. Þetta fór illa í norðanmenn sem að misstu sig eylítið og á þessum tímapunkti lentu þeir í verulegum refsingarvandræðum. Ýmist fyrir grófan leik eða kjafthátt við dómara leiksins. Jón Ingi Hallgrímsson neitaði hinsvegar að gefast upp og á 47 mínútu skoraði hann fyrir SA eftir stoðsendingu frá Arnþóri Bjarnasyni. Lubomir Bobik leikmaður SA fékk 10 mínútna dóm fyrir óíþróttamannslega hegðun á 50. mínútu og síðan annan 10 mínútna dóm fyrir sama brot 52 mínútu og þar með sjálkrafa brottvísun úr leiknum. Hann neitaði að fara að tilmælum starfsmanna leiksins að yfirgefa refsibekk og fékk þá leikdóm. Brynjar Freyr Þórðarson leikmaður Bjarnarins fékk síðan leikdóm fyrir slagsmál á 53 mínútu. Jan Kobozda þjálfari SA fékk leikdóm fyrir kjafthátt við dómara leiksins, áður hafði liði hans veirið refsað 2x í 2 mínútur fyrir sama brot af hans hálfu. Elmar Magnússon fékk leikdóm fyrir slagsmál á 59 mínútu.   Það var síðan Gunnar Guðmundsson sem að innsiglaði sigur Bjarnarins með marki á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Trausta Bergman. Lokastaða leiksins 8-5

Dapurlegt var að sjá eftir leikinn þegar þjálfari SA sem skömmu áður hafði verið vísað út úr leiknum fyrir óíþróttamannslega framkomu, kom út úr búningsklefa félagsins í lok leiksins og skipaði mönnum að ganga til búningsklefa án þess að þakka andstæðingum sínum fyrir leikinn. Óíþróttamannsleg framkoma og óvirðing við leikinn sem er ekki er hægt að afsaka. Einn maður skar sig úr og fær mikið hrós fyrir. Clark McCormick stóð einn eftir af liðsmönnum SA og tók í hönd mótherja sinna og þakkaði þeim fyrir leik dagsins. 

Leikur Bjarnarins og SA í tölum:

Mörk / stoðsendingar Björninn: #24 Sergei Zak 2/2, #8 Trausti Bergman 2/1, #68 Brynjar Freyr Þórðarsson 2/0, #14 Hjörtur Geir Björnsson 1/0, #42 Gunnar Guðmundsson 1/0, #77 Matthias Nordin 0/2, #5 Guðmundur Borgar Ingólfsson 0/1.

Mörk / stoðsendingar SA: #10 Jón Ingi Hallgrímsson 1/1, #43 Guðmundur Guðmundsson 1/0, #25 Lubomir Bobik 1/0, #7 Einar Guðni Valentine 1/0, #21 Marian Melus 1/0, #9 Clark McCormick 0/3, #5 Arnþór Bjarnason 0/1, #8 Elmar Magnússon 0/1.

Refsingar Björninn: 12x2 mínútur eða 24 mínútur, 1x10 mínútur og síðan leikdómur (MP) 25 mínútur á #68 Brynjar Freyr Þórðarsson samtals 59 mínútur.

Refsingar SA: 18x2 mínútur eða 36 mínútur, 2x10 mínútur, og síðan leikdóm (MP) 25 mínútur á #25 Lubomir Bobik, #8 Elmar Magnússon og á þjálfara Akureryrar Jan Kobezda. Samtals 131 mínúta.

Björninn: 46 skot á mark sem gáfu 8 mörk, skotnýting 17,39%

SA: 40 skot á mark sem gáfu 5 mörk, skotnýting 12,50% 

Dómari leiksins var Viðar Garðarsson

 

SR -Narfi 15 - 4 (9-1)(5-1)(1-2)

Leikur SR og Narfa hófst síðan í Laugardalnum klukkan 19:20 en nokkur töf varð á því að leikurinn hæfist á tilætluðum tíma. Leiftursókn er það sem fyrst kemur upp í hugan eftir að hafa horft á þessi lið glíma í 1. leikhluta. Leikmenn SR heinlega gerðu út um leikinn í þessum leikhluta. Yfirburðir SR voru algerir og Narfamenn með afmælisbarnið Héðinn Björnsson í fararbroddi vissu ekki í þennan heim eða annan. Sigurður Sveinn Sigurðsson náði þó að skora fyrir Narfa á 6 mínútu en síðan var það búið. Staðan eftir 1. leikhluta 9-1 fyrir SR.

Líklega hafa Narfamenn sungið afmælissöngin nokkru sinnum í leikhlé en allt annað var að sjá til liðsins í 2 leikhluta. Að vísu var atgangur SRinga mikill en Narfamenn vörðust mun betur en í 1. hluta leiksins. Þessum leikhluta lauk með sigri SR 5-1 og samtals var þá staðan 14 - 2.

Í þriðja leikhluta hvíldi Ed Maggiacomo þjálfari SR tékkana tvo Zednek Prohazka og Mirek Krivanek sem leika með SR auk þess sem Þórhallur Viðarsson hafði meiðst á öxl í 1. leikhluta þannig að SR lék án þess að hafa sitt fyrsta varnarpar en Zednek og Þórhallur eru fyrsta varnarpar SRinga. Við það varð leikur liðsins sundurlaus og ómarkviss.  Ljóst er að Mirek og Zednek eru akkerin í öllum leik SR, liðið féll mikið til baka í leik sínum eftir að þessir tveir leikmenn voru hvíldir.  Narfamenn gengu á lagið og náðu leiknum niður á sitt tempó. Þá var ekki að sökum að spyrja að reynsluboltarnir sem skipa lið Narfa voru fljótir að nýta sér tækifærin og unnu 3. leikhluta 1-2. Samtals fór því leikurinn 15 - 4

Það hlýtur að vera nokkuð áhyggju efni fyrir Ed þjálfara SR hvað leikur SR liðsins var sundurlaus og ómarkviss þegar lykil leikmenn voru hvíldir. Sú spurning kemur upp í hugan hvort að hér hafi tékkneski kötturinn verið að leika sér að íslensku músinni???

Leikur SR og Narfa í tölum:

Mörk / stoðsendingar SR: #15 Mirek Krivanek 4/2, #22 Andrew Luhovy 2/1, #5 Steinar Páll Veigarsson 2/1, #25 Zednik Prohazka 1/4, #14 Stefán Hrafnsson 1/3, #4 Helgi Páll Þórisson 1/2, #20 Úlfar Andrésson 1/1, #2 Kári Valsson 1/0, #10 Gauti Þormóðsson 1/0, #16 Sigmundur Rúnarsson 1/0, #21 Þorsteinn Björnsson 0/4.

Mörk / stoðsendingar Narfa: #13 Sigurður Sveinn Sigurðsson 3/0, #7 Snorri Rafnsson 1/0, #16 Jón Ragnar Jónsson 0/1, #20 Helgi Gunnlaugsson 0/1.

Refsingar SR: 7x2 mínútur eða 14 mínútur.

Refsingar Narfa: 5x2 mínútur og 1x10 mínútur eða 20 mínútur alls.

SR: 61 skot á mark sem gáfu 15 mörk, 24,59% skotnýting.

Narfi: 30 skot á mark sem gáfu 4 mörk, 13,33% skotnýting.

Dómari leiksins var Snorri Gunnar Sigurðarson