Úrslit 2. flokks um helgina

Tveir leikir fóru fram í Íslandsmóti 2. flokks um helgina.  Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn á milli SR og SA og lauk þeim með sigri SA með 5 mörkum gegn 1.  Á sunnudaginn mættust svo Björninn og SA og þann leik unnu heimamenn með 10 mörkum gegn 3.  Næsti leikur í 2. flokki verða 28. þessa mánaðar en þá mætast Björninn og SR í Egilshöll.  Helgina 4. og 5. mars fara svo bæði sunnanliðin norður etja kappi við SA.