Checking from behind

Spurning sem að barst frá Guðrúnu Blöndal.

Eru sömu viðurlög við Bakákeyrslu "checking from behind" úti á opnum ís og út við ramma, t.d. fyrir framan mark. Og - hefur dómarinn svigrúm eða er það alltaf 2+10?

Svar:

Bakákeyrsla er ákeyrsla á mótherja sem ekki  veit ekki af högginu sem er að koma, og er þannig óhæfur til þess að verja sig fyrir yfirvofandi ákeyrslu.  Þetta er það atriði sem að dómari þarf að hafa í huga þ.e. átti leikmaðurinn möguleika á því að vita að ákeyrslan var væntanleg?  Ef leikmaður snýr sér viljandi til þess að ákeyrsla mótherjans komi á bakhlutann, er það ekki bakákeyrsla.

Refsingamunstrið sem að dómarinn hefur að vinna úr eftir alvarleika brotsins eru þessi:

Lágmarksrefsing (sama hvar brotið á sér stað falli það undir skilgreininguna hér að ofan) 2+10 mín

Ef að dómari álýtur að brotið hafi verið ásetningur og veruleg hætta hafi skapast fyrir þann sem brotið var á t.d. með því að hann hafi kastast í rammann ber að dæma 5+GM án tillits til þess hvort leikmaðurinn slasaðist eða ekki.

Slasist leikmaður vegna Bakákeyrslu að mati dómara ber honum að nota MP.