Úrskurður aganefndar 2004-12-04 Mál nr. 01

Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn föstudaginn 3. desember 2004.
Mættir voru: Bjarni Kr. Grímsson, Kristján Maack og  Jón Heiðar Rúnarsson
 
Aganefnd 2004-12-04, mál 1.


Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SR og Bjarnarins í öðrum flokki karla miðvikudaginn 17. nóvember 2004 og atvikaskýrsla dómara úr sama leik.
Leikmaður Bjarnarins nr. 9, Gunnar Guðmundsson fær leikdóm (MP) því sjálfkrafa brottvísun úr leik fyrir að sparka í andstæðing. 
 
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu. Samkvæmt reglum skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta. Þau tilmæli hafa hinsvegar verið frá stjórn ÍHÍ að leikdómi fyrir slagsmál fylgi tveggja leikja bann. Telur aganefndin að hér sé full ástæða til að beita þessu ákvæði.

 
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður  Bjarnarins nr. 9,  Gunnar Guðmundsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í öðrum flokki karla.

 
Reykjavík  5. desember 2004
 
Aganefnd ÍHÍ
 
Bjarni Kr. Grímsson,  Kristján Maack, Jón Heiðar Rúnarsson