Úrskurður Aganefndar 07.01.11

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA Víkinga og SA Jötna í meistarflokki karla sem leikinn var þann 28.12.10. 
Leikmaður SA Víkinga nr. 19, Andri Már Mikaelsson hlaut brottvísun úr leik fyrir óíþróttamannslega framkomu. 
Úrskurður:
 Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA Víkinga og SA Jötna í meistarflokki karla sem leikinn var þann 28.12.10. 
Leikmaður SA Jötna nr. 10, Geir Geirsson hlaut brottvísun úr leik fyrir óíþróttamannslega framkomu. 
Úrskurður: 
Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í 2. flokki karla sem leikinn var þann 04.01.11. 
Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 21, Björn Róbert Sigurðarson hlaut leikdóm fyrir slagsmál. 
Úrskurður: 
Björn Róbert Sigurðarson hlýtur einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í 2. flokki karla sem leikinn var þann 04.01.11. 
Leikmaður Bjarnarins nr. 13, Carl Jónas Árnason hlaut leikdóm fyrir slagsmál. 
Úrskurður: 
Carl Jónas Árnason hlýtur einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í 2. flokki karla sem leikinn var þann 04.01.11. 
Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 10, Kristján Gunnlaugsson fyrir þriðji maður inn í slagsmál. 
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í 2. flokki karla sem leikinn var þann 04.01.11. 
Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 61, Egill Þormóðsson fyrir tvo dóma og því sjálfkrafa brottvísun úr leik.  
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í 2. flokki karla sem leikinn var þann 04.01.11. 
Í skýrslunni kemur fram að liðsstjóri Skautafélags Reykjavíkur, Gauti Þormóðsson hafi veist að dómara eftir leik.
Úrskurður: Gauti Þormóðsson hlýtur tvo leiki í bann. Bannið er allsherjarbann og gildir líka fyrir þennan einstakling sem leikmann.

Aganefnd hefur á yfirstandandi tímabili gert athugasemdir við framkvæmd einstakra leikja. Farið hefur verið yfir málið með formönnum aðilarfélaga og þeim kynnt til hvaða aðgerða aganefnd hygðist grípa. Í ljósi atvikskýrslu dómara úr leik Bjarnarsins og SR sem leikinn var þann 4.1. sl. hefur aganefnd ákveðið að sekta Björninn um kr. 10.000.- hér er um að ræða fyrstu sekt sem aganefnd er tilbúin að beita stighækkandi refsingum ef ekki verður gerð bót á málinu. Aganefnd skorar á aðildarfélögin að laga til í framkvæmd leikja þar sem þess er þörf.

 
Varðandi alsherjarbönn er rétt hér að ítreka að leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Aganefnd mun því eftir sem áður dæma menn í leikbann í þeim flokki sem leikmaðurinn braut af sér með, en einnig munu leikmenn verða dæmdir í allsherjar leikbann í öllum flokkum á meðan frumbrotið er fullnustað. Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)).

fh. Aganefndar
Viðar Garðarsson formaður