Úrskurður Aganefndar 6.12.10

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og SA Víkinga í meistarflokki karla sem leikinn var þann 30.11.10. 
Leikmaður Bjarnarins nr. 9, Róbert Freyr Pálsson, var uppvís að því að skalla (Head butting) og hlaut Leikdóm (MP) og fer því sjálfkrafa í eins leiks bann.  Leikmaður sem fær brottvísun úr leik eða leikdóm skal annað hvort halda til í búningsklefa liðsins eða yfirgefa svæðið. Róbert Freyr virti ekki þessar reglur og hlýtur einnnig einn leik í bann fyrir það.
Úrskurður: Róbert Freyr Pálsson hlýtur tveggja leikja bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og SA Víkinga í meistarflokki karla sem leikinn var þann 30.11.10. 
Leikmaður SA Víkinga nr. 28, Rúnar Freyr Rúnarsson, var uppvís að slagsmálum og hlaut Leikdóm (MP) og fer því sjálfkrafa í eins leiks bann.  Leikmaður sem fær brottvísun úr leik eða leikdóm skal annað hvort halda til í búningsklefa liðsins eða yfirgefa svæðið. Rúnar Freyr virti ekki þessar reglur og hlýtur einnnig einn leik í bann fyrir það.
Úrskurður: Rúnar Freyr Rúnarsson hlýtur tveggja leikja bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og SA Jötna  í meistarflokki karla sem leikinn var þann 27.11.10. 
Leikmaður SR nr. 19, Þórhallur Viðarsson hlaut brottvísun úr leik. Fyrrnefndur Þórhallur fékk þann 16.10.10 einnig brottvísun úr leik.
Úrskurður: Þórhallur Viðarsson hlýtur eins leiks bann.

Fh. Aganefndar
Hallmundur Hallgrímsson