Úrskurður aganefndar 09-03-2010

Atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar leikinn þann 08.03.10 í Egilshöll. Fjórði leikur í úrslitakeppni í meistaraflokki karla.

Leikmaður Bjarnarins nr. 16 Daði Örn Heimisson veittist að öðrum dómara leiksins eftir að leik lauk. Einnig þráaðist hann mjög við tilmælum línudómara við það að yfirgefa svellið og danglaði í tvígang í hann. Tveir af þremur aganefndarmönnum sem um málið fjalla urðu vitni af atvikinu. Leikmaðurinn hefur á þessu tímabili ítrekað brotið af sér í enda leiks eða strax eftir að leik lýkur.

Úrskurður: Aganefnd lýtur atvikið alvarlegum augum eins og jafnan þegar veist er að dómurum leiks. Fyrir liggur að brotavilji leikmannsins er einbeittur og að fyrri refsingar aganefndar hafa ekki fengið leikmanninn til þess að hugsa sitt ráð. Að teknu tilliti til þess dæmir aganefnd leikmann Bjarnarins númer 16, Daða Örn Heimisson, í 4ja leikja bann.f.h. aganefndar

Viðar Garðarsson
formaður