Úrskurðir aganefndar 04.02.2010

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og  Skautafélags Reykjavíkur í 3. flokki karla sem leikinn var þann 26.01.10.
Leikmaður Bjarnarins nr. 33 Ólafur Árni Ólafsson hlaut brottvísun úr leik (GM) eftir að hafa hlotið tvo Miscounduct dóma, fyrir óíþróttamannslega framkomu.
Úrskurður: Fyrrnefndur leikmaður hlaut þann 12.12.2010 brottvísun úr leik. Þar sem þetta er önnur brottvísun hans tekur hann út einn leik í bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og  Skautafélags Akureyrar í flokki karla sem leikinn var þann 31.01.10.
Leikmaður Bjarnarins nr. 12 Carl Andreas hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir óíþróttamannslega framkomu.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Fh. aganefndar.

Viðar Garðarsson