Úrskurður aganefndar 29.12.2009

Atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins leikinn í meistaraflokki karla þann 28.12.09. Leikmaður Skautafélags Akureyrar  nr. 28 Rúnar F Rúnarsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir kjaftbrúk.
Úrskurður: Rúnar F. Rúnarsson hafði þann 1.12.2009 hlotið brottvísun úr leik. Þar sem þetta er hans önnur brottvísun úr leik hlýtur hann sjálfkrafa einn leik í bann.