Úrskurður aganefndar 22.12.2009

Atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins leikinn í meistaraflokki karla þann 15.12.09. Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur  nr. 30 Ævar Þór Björnsson hlaut leikdóm (Match Penalty) fyrir að slá til leikmanns Bjarnarins með spjaldi sínu (blocker).
Úrskurður: Ævar Þór Björnsson hlýtur einn leik í bann.

Eftirfarandi er tekið úr bókun aganefndar frá því 11-11.2008:
Leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Aganefnd mun því eftir sem áður dæma menn í leikbann í þeim flokki sem leikmaðurinn braut af sér með, en einnig munu leikmenn verða dæmdir í allsherjar leikbann í öllum flokkum á meðan frumbrotið er fullnustað. Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)).