Úrskurður aganefndar 01.12.2009

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavikur og  Skautafélags Akureyrar í 3ja flokki kk. sem leikinn var þann 21.11.09.
Leikmaður Skautafélags Reykavíkur nr. 7 Arnar Már Magnússon hlaut stóra dóm. (5+GM) fyrir endastungu.   
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavikur og  Skautafélags Akureyrar í 3ja flokki kk. sem leikinn var þann 21.11.09.
Leikmaður Skautafélags Reykavíkur nr. 2 Kristinn Freyr Hermannsson hlaut stóra dóm. (5+GM) fyrir slagsmál og slæmt orðbragð.   
Úrskurður: Aganefnd lýtur mjög alvarlegum augum þegar leikmaður reynir að efna til slagsmála og hefur í hótunum við aðra leikmenn. Kristinn Freyr Hermannsson hlýtur einn leik í bann. Aganefnd minnir á að vinnureglur um leikhæfi leikmannsins í öðrum flokkum, á meðan bannið er tekið út, er enn í gildi.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavikur og  Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kk. sem leikinn var þann 21.11.09.
Leikmaður Skautafélags Reykavíkur nr. 6 Óskar Grönholm hlaut stóra dóm. (5+GM) fyrir þriðji maður inn í slagsmál.  
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavikur og  Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kk. sem leikinn var þann 21.11.09.
Þjálfari Skautafélags Reykavíkur Richard Thatinen hlaut stóra dóm. (5+GM) fyrir slæmt orðbragð í garð dómara.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer Richard Tathtinen sjálfkrafa  í eins leiks bann.


Fh. aganefndar.
Viðar Garðarsson, formaður