Úrskurður 25. nóvember 2003

Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn þriðjudaginn 25. nóvember 2003.
Mættir voru: Magnús Einar Finnsson og Kristján Maack
Fjarverandi: Bjarni Kr. Grímsson

Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SA og Bjarnarins laugardaginn 15. nóvember 2003 og leikskýrsla úr leik SR og Bjarnarins fimmtudaginn 20. nóvember.
Þrír leikmenn Bjarnarins sem eru á leikskýrslum hafa ekki fengið útgefið leikleyfi. Það eru Sergei Zak, Birgir Örn Sveinsson og Stefán Hrafnsson.
Sergei Zak er erlendur leikmaður sem búið er að fá transfer fyrir en samkvæmt grein grein 10.6 í reglugerð um félagaskipti skal greiða tryggingargjald vegna erlendra félagaskipta að upphæð 100.000 kr. og hefur sú greiðsla ekki borist.
Birgir Örn og Stefán eru fyrrverandi liðsmenn SA og hefur SA samþykkt félagaskiptin. Greiðsla að upphæð 6.000 kr hefur verið lögð inn á bankareikning sambandsins en félagaskipti þessara leikmanna kosta, samkvæmt reglugerð um félagaskipti grein 10.6, 5.000 kr fyrir hvern leikmann.
Björninn telur að þar sem ekki hafi borist endurgreiðsla vegna transfergjalda síðasta tímabils eigi félagið inni 104.000 kr hjá sambandinu og beri því ekki að leggja út meira en þeir hafa þegar greitt vegna þessara leikmanna.

Úrskurður Aganefndar
Í reglugerð 10 um félagaskipti er engin ákvæði um hvenær endurgreiðslum vegna transfergjalda skuli lokið. Þar er heldur ekki kveðið á um skuldajöfnun transfergjalda eða á annan hátt gefinn kostur á millifærslum. Það er því úrskurður aganefndar að hinn erlendi leikmaður Sergei Zak hafi verið ólöglegur í leik SA og Bjarnarins og einnig í leik SR og Bjarnarins. Samkvæmt reglugerð 3 grein 3.5 skal Björninn greiða ÍHÍ sekt að upphæð 75.000 kr fyrir hvorn leik. Samtals kr. 150.000. Jafnframt telst Björninn hafa tapað leiknum gegn SA með 11 mörkum gegn engu og leiknum gegn SR með 10 mörkum gegn engu í samræmi við reglugerð 3 grein 3.1.
Vegna leikmannanna Birgis Örns og Stefáns er ljóst að búið er að greiða félagaskipti vegna annars þeirra en þar sem ekki er að finna í reglugerðum ÍSS önnur refsiákvæði en í grein 3.1 kemur ekki til frekari refsing vegna þeirra.

Akureyri 25. nóvember 2003

Aganefnd ÍHÍ

Magnús Einar Finnsson, Kristján Maack