Úrskurður aganefndar 30.01.2009

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í þriðja aldursflokki karla sem leikinn var 24. janúar 2009 í Egilshöll. Í leiknum hlaut aðstoðarþjálfari SA (Joshua Gribben) brottvísun úr leik (Game misconduct) fyrir að mótmæla dómi og fyrir ósæmilegt orðbragð í garð dómara.  Aðstoðarþjálfarinn fór ekki til búningsherbergja heldur stóð við endann á ísnum og fylgdist með því sem eftir lifði af leiknum.
Í úrskurði aganefndar og fundargerð 19.12.2008 segir Enn ber á því að leikmenn sem fá útilokun úr leik drífa sig í föt og fara upp í áhorfendastúku. Aganefnd mun beina því til dómara, eftirlitsdómara og dómaranefndar að hart verði tekið á þessu og frá og með áramótum verði engar undanþágur gerðar. Leikmenn, þjálfarar eða aðrir starfsmenn liðsins skulu, samanber reglur 505 og 507 úr reglubók og samkvæmd túlkun gr. 5 á bls. 68 í Case book IIHF, halda strax til búningsklefa fái þeir útilokun úr leiknum. Eftir það geta leikmenn valið um hvort þeir haldi sig í búningsklefanum fram að leikslokum eða þeir  geta yfirgefið keppnisstað. Ef eftir brottvísun úr leik sjáist leikmaður eða starfsmaður liðs í áhorfendastúku eða fyrir utan búningsklefa mun aganefnd meta slíkt framferði til þyngingar refsingar. Þessi ályktun aganefndar var í kjölfarið send sérstaklega til allra aðildarfélaga.

Úrskurður: Joshua Gribben átti fyrir atvik þetta uppsafnað einn GM dóm frá 22.11.2008, því fær hann sjálfkrafa einn leik í bann fyrir að hljóta annað slíkt. Því til viðbótar hlýtur hann leikbann fyrir að fara ekki til búningsherbergja til samræmis við útgefna stefnu aganefndar sem birt er hér fyrir ofan og kynnt var aðildarfélögum. Joshua Gribben fær því tveggja leikja bann. Skv. vinnureglum aganenfndar er hér um allsherjarbann að ræða. 


Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki karla leiknum 23.01.2009. Leikmaður Skautafélags Akureyrar nr. 11 Kópur Guðjónsson hlaut brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.). 
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik 24.1. 2009 úr leik Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í 3ja flokki karla. Leikmaður Bjarnarins nr. 7 Steindór Ingason fékk tvo áfellisdóma (Misconduct) og því sjálfkrafa brottvísun úr leik (GM).
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Viðar Garðarsson form aganefndar