Úrskurður aganefndar 11-11-2008

Aganefndarfundur 11-11-2008 klukkan 12.10.
 
Mættir voru: VG, SS, KM, ÓS.

Fundur var haldinn í aganefnd ÍHÍ þ. 11.11.2008. Farið var yfir atvikaskýrslu ásamt því að almenn umræða fór fram um þann refsiramma sem aganefnd ætlar að miða við. 

 
Aganefnd heldur fast við fyrri ákvarðanir er teknar voru á fundi hennar þann 14. október síðastliðinn að nota nýjar viðmiðanir við ákvörðun refsinga. Til að skýra þá viðmiðun sem aganefnd hyggst nota er rétt að koma eftirfarandi á framfæri:
 
Leikmenn sem eru að taka út refsingar í einum aldursflokki geta ekki leikið með öðrum aldursflokkum á meðan þeir eru að taka út leikbann sitt. Leikmenn geta þó aldrei tekið út fleiri leiki í bann í öðrum flokkum en sem nemur þeim leikjum sem fékkst fyrir frumbrotið.  Á þetta við hvort sem leikmenn hljóta leikdóm (Match Penalty (MP)) eða safna tveimur brottvísunum úr leik (Game Misconduct (GM)). 
 
1. Tekið fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og SR í 2. fl. karla þann 4.11.2008.
 
Sindri Sigurjónsson leikmaður Skautafélags Reykjavikur hlaut samkvæmt leikskýrslu Game Misconduct (GM) fyrir atvik þegar 35.13 voru liðnar af leiknum. Nefndin ákvað, að teknu tilliti til atvikaskýrslu dómara,  að leikmaður nr. 10 í Skautafélagi Reykjavíkur Sindri Sigjurjónsson skuli hljóta leikbann vegna þess að hann væri án vafa upphafsmaður að slagsmálum. Sindri Sigurjónsson dæmdur í eins leiks bann í 2 flokki og keppnisbann samkvæmt útskýringu hér að ofan í meistaraflokki.
 
Leikmaður Bjarnarins nr. 47 Matthías S. Sigurðsson hlaut March Penalty (MP) þegar liðnar voru 35.13 af leiknum. 
 
Aganefnd átelur harðlega framkomu Matthíasar í þessu atviki og telur að framkoma hans öll hafi verið langt út fyrir þann ramma sem skýra má sem eðlilegan. Aganefnd mun ekki líða framkomu sem þessa og er tilbúin til þess að þyngja refsingar þeirra leikmanna sem viðhafa sérlega ódrengilega framkomu. 
Að teknu tilliti til atvikaskýrslu dæmir aganefnd Leikmann Bjarnarins númer 47 Matthías S Sigurðsson í 2ja leikja bann. Samkvæmt útskýringu á vinnureglu aganefndar hér að ofan og auglýstri dagskrá ÍHÍ er Matthíasi því heimilt að leika á ný með meistaraflokki karla fyrst eftir 25.11.2008 að því gefnu að mótaskrá breytist ekki.  Með öðrum flokki karla er Matthíasi fyrst heimilt að leika eftir 03.01.2009 að því gefnu að mótaskrá breytist ekki.
 
Atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélgas Akureyrar  leikinn þann 25.10.08. Leikmaður Skautafélagas Akureyrar nr. 19 Andri Már Mikaelsson hlaut Game Misconduct.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa  í eins leiks bann.


Fyrir hönd aganefndar.

 
Viðar Garðarsson
formaður