Úrskurður aganefndar 22. apríl 2007

Fundur aganefndar 22. apríl 2007 kl: 13:30 
Aganefnd var kölluð saman vegna atvikaskýrslu sem barst nefndinni eftir leik SR og SA sem leikin var í Skautahöllinni í Laugardal 21. apríl 2007.

Þar gerir leikmaður SR númer 14 Stefán Hrafnsson lítið úr dómara leiksins með orðræðu eftir að leik lauk. Nefndin er sammála um að úrskurða á Stefán brottvísun úr leiknum (GM) fyrir að sýna dómara leiksins óvirðingu. Nefndin vill máli sýnu til rökstuðnings benda á úrskurði frá 23. janúar 2007 þar sem sambærilegt mál var tekið fyrir.

Úrskurður : Leikmaður SR Stefán Hrafnsson er úrskurðaður í brottvísun úr leik (GM)