Úrskurður aganefndar frá 9. janúar 2026

 Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara frá leik SR og Fjölnis í Toppdeild Karla frá 6. janúar 2026. Nefndin hefur leikskýrslu leiks, atvikaskýrslu dómara og upptöku frá beinu streymi leiksins til þess að meta atvikið. 

Málsatvik:
Pekkinum er skotið framhjá marki SR og markmaður SR fer úr markinu til að reyna að leika kekkinum. Leikmaður Fjölnis númer 14 kemur skautandi á talsverðri ferð og tæklar markmann SR nokkuð harkalega þannig að hann skellur í rammann. Ljóst er að leikmaður Fjölnis númer 14 gerði enga tilraun til þess að forðast það að keyra á markmann SR þvert á móti velur leikmaðurinn frekar tæklingu en að reyna að leika pekkinum. Ljóst er af upptöku að markmaðurinn á ekki von á svona tæklingu, sem setur hann í viðkvæma stöðu.
Samkvæmt reglu 42 er markmaður ekki „fair game“ þó að hann sé komin út úr markteig. Dómara er heimilt að sleppa leikmanni við refsingu sem rekst í eða keyrir á markmann fyrir utan teig, ef augljóst er að mati dómara að leikmaðurinn hafi gert heiðarlega tilraun til þess að forða árekstri. Dómari leiksins taldi svo ekki vera og gaf leikmanni Fjölnis númer 14, 5 mínútna dóm auk brottvísunar úr leiknum samkvæmt reglu 42.4 

Úrskurður:
Aganefnd er sammála dómara leiksins eftir að hafa skoðað atvikið á upptöku frá streymi.
Leikmaður Fjölnis númer 14 Bergþór Ágústsson hlýtur einn leik í bann.