Úrskurður aganefndar frá 7. október 2025

Fundur aganefndar, haldin í netheimum 7. október 2025, fyrir eru tekin þrjú mál,

Mál 1 

Tengist leik SA og SR í Topp deild kvenna 27. september og var úrskurður aganefndar í því máli birtur í sér færslu. 

Mál 2

Í leik SR og Fjölnis í Topp deild karla sem leikin var 30. september síðastliðinn varð eftirfarandi atvik. 

Leikmaður SR númer 17 og leikmaður Fjölnis númer 14 lenda saman og fá báðir 2 mín dóm fyrir grófan leik. Leikmaður SR númer 17 fer í refsiboxið og svo útúr því að aftan án leyfis, dómarinn gefur honum réttilega leikdóm (e. Game misconduct) fyrir að fara úr refsiboxinu án leyfis, samkvæmt reglu 70.6

Úrskurður:

Aganefnd telur ekki ástæðu til þess að beita refsingum umfram leikdóminn sem leikmaðurinn fékk. Nefndin vill samt ítreka við leikmenn að óheimilt er með öllu að yfirgefa refsibox fyrir leikmann sem hlotið hefur dóm. Eina undantekningin á því er þegar leikmanni er vísað út úr leik, þá ber honum að fara til búningsklefa og halda sig þar.

 

Mál 3.

Í leik Fjölnis U22 og SR í Topp deild karla sem leikin var 3. október síðastliðinn varð eftirfarandi atvik. 

Leikmaður Fjölnis U22 verður fyrir meiðslum eftir tæklingu á miðjum ís. 

Líkt og fyrri ár rannsakar aganefnd þau mál sérstaklega þar sem leikmenn verða fyrir meiðslum sem útiloka leikmenn frá því að spila leikinn í lengri eða skemmri tíma. Aganefnd hefur atvikaskýrslu dómara og myndbandsupptöku frá beinu streymi leiksins til að byggja úrskurð sinn á. 

Úrskurður:

Eftir ítarlega skoðun á atvikinu er það álit aganefndar að hér sé um óhapp að ræða. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá á þeim gögnum sem nefndin hefur til skoðunar, að leikmaðurinn sem tæklar andstæðing sinn, aðhafist nokkuð óleyfilegt sem skýrt geti meiðslin. Því er ekki hægt að draga neina ályktun aðra af gögnum nefndarinnar en að hér hafi verið um óhapp að ræða.  Ekkert verður því aðhafst frekar í málinu.