Úrskurður aganefndar 9.feb. 2016

Tekin er fyrir dómaraskýrsla úr leik Esju og SA frá 6. febrúar síðstliðnum.

Leikmaður Esju #88 Brynjar Bergmann fékk leikdóm MP fyrir að sparka í leikmann SA. Atvikið átti sér stað 12:59 í öðrum leikhluta.

Úrskurður: Leikmaður Esju #88 Brynjar Bergmann fær sjálfkrafa refsingu 1 leik í bann fyrir brotið.