ÚRSKURÐUR AGANEFNDAR 7. FEBRÚAR 2013

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SR og Bjarnarins í meistara flokki karla sem leikinn var þann 05.02.2013.

Eftirtaldir leikmenn hljóta úrskurð:

Leikmaður Bjarnarins nr. 16  Daði Örn Heimisson hlaut brottvísun úr leik (Game Misconduct) fyrir slagsmál.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður SR nr. 10 Kári Guðlaugsson hlaut brottvísun úr leik (Game Misconduct) fyrir slagsmál.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður Bjarnarins nr. 11 Kópur Guðjónsson hlaut leikdóm (Match Penalty) fyrir slagsmál.
Úrskurður: Kópur Guðjónsson hlýtur einn leik í bann. 

Leikmaður SR nr. 8 Tómas Tjörvi Ómarsson hlaut leikdóm (Match Penalty) fyrir slagsmál.
Úrskurður: Tómas Tjörvi Ómarsson hlýtur einn leik í bann. 

Leikmaður SR nr. 80 Ævar Þór Björnsson hlaut brottvísun úr leik (Game Misconduct) fyrir slagsmál. Samkvæmt atvikaskýrslu fella dómara niður leikdóm sem skráður var á leikmanninn á leikskýrslu.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.