Úrskurður Aganefndar 6. október 2020

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla sem leikinn var 3. október 2020.

Í atvikaskýrslu kemur fram að leikmaður SA #77 fékk GM á  34 mínútu, í öðrum leikhluta.

Úrskurður.; Aganefnd staðfestir dóm dómara í leik og atvikið færist til bókar. Við aðra brottvísun úr leik fer leikmaður sjálfkrafa í eins leiks bann.

Frá sama leik barst erindi frá SR. Aganefnd tók það erindi fyrir en telur að ekki þurfi að bregðast frekar við því og vísast í úrskurð hér að ofan.