Úrskurður Aganefndar 5. febrúar 2019

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA Víkinga og Fjölnir Björninn, meistaraflokki karla frá 2. febrúar 2019.

Leikmaður Bjarnarins nr. 88 Brynjar Bergmann fékk leikdóm Match Penalty, leiktími; 57:48:00, skv reglu 123 ii fyrir að stofna vísvitandi leikmanni SA í hættu.

Úrskurður: Leikmaður Bjarnarins nr. 88 Brynjar Bergmann fær refsingu eins leiks bann fyrir brotið.

Aganefnd þyngir ekki dóm dómara á ís.

 

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Fjölnir Björninn og SA Jötnar, U16 frá 27. janúar 2019.

Leikmaður Bjarnarins nr. 2 Sölvi Egilsson fékk leikdóm Match Penalty, leiktími 58:24:00, skv. reglu 159 iv, fyrir að slá kylfu sinni í höfuð leikmanns SA Jötna.

Úrskurður: Leikmaður Bjarnarins nr. 2 Sölvi Egilsson fær refsingu eins leiks bann fyrir brotið.

Aganefnd þyngir ekki dóm dómara á ís, bannið er allsherjarbann.