Úrskurður aganefndar 3. október 2022

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SR og Fjölnis í U18 sem leikinn var 29. september 2022 í Skautahöllinni í Laugardal.

Í atvikaskýrslu kemur fram að leikmaður Fjölnis nr. 36 Guðmundur Freyr Helgason hafi ýtt frá sér með báðum höndum í bringu annars línudómara leiksins. Leikmaður fékk GM samkvæmt reglu 40.1

Úrskurður: Aganefnd úrskurðar leikmann nr. 36 hjá Fjölni í tveggja leikja bann fyrir óíþróttamannslega hegðun.

Bannið er alsherjarbann.