Úrskurður aganefndar 3. nóvember 2022

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Fjölnis og SR í mfl. karla frá 1. nóvember 2022.

Leikmaður Fjölnis nr. 7 Sölvi Egilsson fékk í öðrum leikhluta leikdóm MP fyrir Checking to the Head.

Úrskurður: Aganefnd úrskurðar leikmann Fjölnis nr. 7, Sölva Egilsson í eins leiks bann.

Frá sama leik barst önnur atvikaskýrsla.

Eftir lokaflaut dómara brjótast út slagsmál tveggja leikmanna, leikmaður Fjölnis nr. 12 Viktor Svavarsson og leikmaður SR nr. 8 Ævar Arngrímsson hlýða ekki dómurum um að stoppa og báðir leikmenn fá 5+ GM samkv. reglu 46.1.

Úrskurður: Aganefnd telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt umfram dóm dómara leiksins en dómarnir verði þó færðir til bókar og geta haft áhrif á úrskurði aganefndar síðar á keppnistímabilinu.