Úrskurður Aganefndar 3. desember 2022

Reyjavík 3. des 2022 klukkan 12:30

Teknar eru fyrir atvikaskýrslur úr leik SR og SA sem leikinn var 2. desember í Laugardal.

Í atvikaskýrslu 1, kemur fram að leikmaður Skautafélags Akureyrar númer 4 Martines Kevlis fékk 5 mínútna dóm og brottvísun úr leiknum (GM) fyrir að neita að fara að fyrirmælum dómara. Aganefnd hefur farið yfir atvikið og telur ekki ástæðu til frekari refsingar. Brotið verður fært til bókar og kann að verða til refsiaukningar síðar á tímabilinu. 

Atvikaskýrsla 2, Þar kemur fram að leikmaður SR númer 26 Daniel Otuoma fékk Match penalty fyrir að kýla andstæðing að honum óaðvitandi. Aganefnd hefur skoðað vel myndband af atvikinu og telur að hér sé rétt að styðjast við reglu 46.5. DANGEROUS PUNCHER – “SUCKER PUNCHER” í því samhengi úrskurðar nefndin eftirfarandi.
Úrskurður: Aganefnd úrskurðar leikmann SR nr. 26 Daniel Otuoma í eins leiks bann.

Atvikaskýrsla 3, Í þessari atvikaskýrslu óskar dómari leiksins eftir því að aganefnd skoði sérstaklega atvik er varð í þriðja leikhluta þegar 12:25 sek voru eftir af leiktíma. Aganefnd hefur farið ítarlega yfir myndband af atvikinu og telur að hér sé um óhapp að ræða og því ekki ástæða til frekari aðgerða að hálfu nefndarinnar.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.