Úrskurður Aganefndar 29.09.2015

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik UMFK Esju og SR i meistaraflokki karla sem fram fór í Laugardal 19.09.2015.

Fram kemur í atvikaskýrslu dómara að leikmaður SR, Milan Mach, hafi kýlt dómara og hefur sá framburður verið sannreyndur af Aganefnd.
Sem fyrr er Aganenfd algjörlega samstíga um að beita þá leikmenn sem á einhvern hátt viljandi snerta dómara harðari refsingum en almennt er og tekur úrskurður Aganefndar mið af því.

Úrskurður: Milan Mach leikmaður Skautafélags Reykjavíkur er úrskurðaður í þriggja leikja bann.  

Fh. Aganefndar
Viðar Garðarsson, formaður