Úrskurður Aganefndar 26.janúar 2018

Stjórn ÍHÍ, samþykkti samhljóma á fundi sínum, þann 11. janúar 2018, að senda atvik til Aganefndar til úrskurðar.

Málið varðar atvik, sem eru ummæli liðsstjóra Bjarnarins, Jónasar Breka Magnússonar, eftir meistaraflokks leik Bjarnarins og Umfk Esju þann 9. janúar 2018 sem birtust í fjölmiðlum og telur stjórn ÍHÍ að fréttin geti skaðað ímynd íshokkí hreyfingarinnar.

Aganefnd ÍHÍ tók atvikið fyrir á Aganefndarfundi þann 15. janúar 2018 til umfjöllunar og samþykkti að senda málið til stjórnar Bjarnarins til umfjöllunar og andmæla.  Greinargerð barst til Aganefndar frá Birninum þann 19. janúar 2018.

Fundur Aganefndar þann 26. janúar tók atvikið og greinargerð fyrir, samkvæmt reglugerð nr. 8.19.

Úrskurður:  Björninn, íshokkídeild, er sektuð um kr. 50.000.-

Aganefnd ÍHÍ leggur ríka áherslu á að aðildarfélög sjái til þess að allir aðilar leiks, leikmenn og starfsfólk, virði leikinn, lög og reglugerðir og ef um ítrekuð brot verða þá muni verða beitt margföldunaráhrifum sekta.

 

Fyrir hönd Aganefndar

Þórhallur Viðarsson