Úrskurður Aganefndar 26.janúar 2018

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og SR, mf.fl frá 16. janúar 2018.

Leikmaður SR nr.25 Patrik Podsednicek  fékk brottvísun úr leik, MP á 52:50:00 fyrir blótsyrði í garð dómara.

Úrskurður: Leikmaður SR nr.25 Patrik Podsednicek fær refsingu eins leiks bann fyrir brotið, MP, og einnig tveggja leikja bann fyrir að ógna dómara og eins leiks bann fyrir að henda ruslatunnu inná ísinn, samtals fjögurra leikja bann.

Bannið er alsherjarbann.

F.h Aganefndar

Þórhallur Viðarsson